áttu ipone??

Þúsund­ir iP­ho­ne 6 síma „drepn­ir“

AFP
Þúsund­ir IP­ho­ne 6 not­enda segj­ast sitja uppi með nær verðlausa síma í ljósi þess að nýj­asta upp­færsl­an á stýri­kerfi sím­anna, iOS 9, geri þá ónot­hæfa ef gert hef­ur verið við þá á óvottuðum aðila. Apple seg­ir um ör­ygg­is­ráðstöf­un að ræða í þágu viðskipta­vina.
Þeir sem lenda í þessu fá upp villu­meld­ing­una „Err­or 53“ en haft er eft­ir blaðamanni sem sér­fróður er um farsíma í frétt breska dag­blaðsins Guar­di­an að í kjöl­farið drep­ist sím­inn hrein­lega. Þetta virðist ger­ast þegar gert hef­ur verið við svo­nefnd­an „Home“-takka sam­an á sím­un­um en hann inni­held­ur fingrafarask­anna. Fólk hef­ur einnig lent í vand­ræðum vegna síma sem orðið hafa fyr­ir hnjaski en hægt hef­ur verið að nota áfram.
Fram kem­ur í frétt­inni að það sem geri það að verk­um að villu­meld­ing­in komi fram sé ekki viðgerðin eða hnjaskið held­ur upp­færsl­an. Í kjöl­farið verði meðal ann­ars gögn á sím­un­um, til að mynda mynd­ir og mynd­bands­upp­tök­ur, óaðgengi­leg. Apple seg­ir til­gang­inn að vernda gögn eig­enda sím­anna þegar reynt er að nota þá án þess að notað sé rétt fingraf­ar eða reynt að kom­ast hjá því að nota fingrafarask­ann­ann.

Ummæli