Reykjavíkurdætur

Hér eru Reykjavíkurdætur með frábært lag sem heitir FANBOIS. Í samtali við Reykjavíkurdætur segja þær að tilgangur lagsins sé meðal annars að sýna fram á að stelpur megi gera það sem strákar mega ekki gera.

„Vegna tvöfaldra siðgæða er mismunandi merking lögð í suma hluti eftir kyni. Þar sem það er mun minna af ofbeldisfullu tali kvenna í garð karla þá hefur það öðruvísi áhrif og aðra merkingu en ef karlar gerðu það sama. Á meðan það er misrétti þá hefur kyn áhrif á merkingu hluta.“

Þær spyrja í laginu hvort ofbeldisfullt tal kvenna í garð karla hafi alvarleg neikvæð áhrif eða sé það valdeflandi?

Textann við lagið samdi Anna Tara Andrésdóttir ásamt bróður sínum Alex Michael Green en hann leikstýrði einnig og pródúseraði myndbandinu ásamt Alexander Hrafni Ragnarssyni en þeir reka saman fyrirtækið ,,JIVO”. Bjarki Hallbergsson er taktsmiður lagsins.


Ummæli