Seinni undankeppni Eurovision verður haldin í kvöld en þá ræðst hvaða tíu lönd fylgja löndunum tíu sem komust áfram á þriðjudaginn í lokaúrslitin á laugardaginn, auk gestgjafanna og hinna „fimm stóru“.
Svokallað dómararennsli fór fram í gær þar sem löndin fluttu atriði sín fyrir dómara þátttökuríkjanna. Atkvæði dómnefndar gilda til jafns við atkvæði almennings og flutningurinn því afar mikilvægur.
Svala Björgvinsdóttir, fulltrúi Íslands, komst sem kunnugt er ekki áfram en hún keppti á þriðjudaginn. Ísland verður því ekki með á lokakvöldinu.
Vísir hitar upp fyrir keppnina og rýnir síðan í atriðin hér fyrir neðan útsendinguna sem hefst á slaginu klukkan 19.
Ummæli
Skrifa ummæli